Andri Rúnar: Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum Sverrir Mar Smárason skrifar 20. júní 2022 20:39 Andri Rúnar skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld. Visir/ Diego Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV. „Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum. ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum.
ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45