Stóreignir bendlaðar við Pútín virðast reknar í „samvinnufélagi“ Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 11:23 Pútín hefur alla tíð svarið af sér sveitasetur og snekkjur sem bendlaðar hafa verið við hann. Allar þær helstu tengjast í gegnum leynilegt tölvupóstlén. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að hallir, snekkjur og vínekrur sem bendlaðar hafa verið við Vladímír Pútín Rússlandsforseta tengist innbyrðis og að þær séu jafnvel reknar í einhvers konar óformlegu samvinnufélagi. Verðmæti eignanna er metið á meira en 590 milljarða íslenskra króna. Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin. Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin.
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira