„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 22. júní 2022 11:45 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri en bankinn birti svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð í dag. Vísir/Vilhelm Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. Stýrivextir voru áður 3,75 prósent og standa því nú í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Hækkunin er meiri en markaðsaðilar höfðu búist við og spáðu bæði Íslandsbanki og Landsbanki að vextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast skarpt við verðbólgu sem hækkar enn og mælist nú 7,6 prósent. „Við teljum að það sé betra að bregðast fljótt við og þá vonandi getum við fremur lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Hann telur heimilin standa ágætlega til að ráða við hækkunina. „En ég skal taka fram að við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að fara vera til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum. Þannig að þegar kemur að næstu kjarasamningum er hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér.“ Seðlabankastjóri kallar eftir auknu framboði á fasteignamarkaði.vísir/Vilhelm Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt í verðbólgunni og Ásgeri segir nauðsynlegt að auka framboð á markaði. „Það bara vantar eignir. Seðlabankinn getur ekki eytt þessu vandamáli. Við getum aðeins reynt að hægja á markaðnum til þess að fólk sé ekki að fara fram úr sér.“ Peningastefnunefnd telur líklegt að vextir verði hækkaðir enn frekar og munu ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum skipta miklu um hversu hátt þeir þurfi að fara. Þá er búist við aukinni verðbólgu en Ásgeir telur afar ólíklegt að hún fari upp í tveggja stafa tölu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hækkunin hafi verið viðbúin. „Þess vegna höfum við nú þegar brugðist við í þessu ríkisfjármálalega samhengi og erum með aðgerðir í undirbúningi vegna húsnæðisverðshækkana og viljum auka framboð. En ég hef trú á því að við getum náð tökum á þessari stöðu.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Stýrivextir voru áður 3,75 prósent og standa því nú í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Hækkunin er meiri en markaðsaðilar höfðu búist við og spáðu bæði Íslandsbanki og Landsbanki að vextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast skarpt við verðbólgu sem hækkar enn og mælist nú 7,6 prósent. „Við teljum að það sé betra að bregðast fljótt við og þá vonandi getum við fremur lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Hann telur heimilin standa ágætlega til að ráða við hækkunina. „En ég skal taka fram að við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að fara vera til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum. Þannig að þegar kemur að næstu kjarasamningum er hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér.“ Seðlabankastjóri kallar eftir auknu framboði á fasteignamarkaði.vísir/Vilhelm Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt í verðbólgunni og Ásgeri segir nauðsynlegt að auka framboð á markaði. „Það bara vantar eignir. Seðlabankinn getur ekki eytt þessu vandamáli. Við getum aðeins reynt að hægja á markaðnum til þess að fólk sé ekki að fara fram úr sér.“ Peningastefnunefnd telur líklegt að vextir verði hækkaðir enn frekar og munu ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum skipta miklu um hversu hátt þeir þurfi að fara. Þá er búist við aukinni verðbólgu en Ásgeir telur afar ólíklegt að hún fari upp í tveggja stafa tölu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hækkunin hafi verið viðbúin. „Þess vegna höfum við nú þegar brugðist við í þessu ríkisfjármálalega samhengi og erum með aðgerðir í undirbúningi vegna húsnæðisverðshækkana og viljum auka framboð. En ég hef trú á því að við getum náð tökum á þessari stöðu.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira