„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 22. júní 2022 11:45 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri en bankinn birti svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð í dag. Vísir/Vilhelm Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. Stýrivextir voru áður 3,75 prósent og standa því nú í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Hækkunin er meiri en markaðsaðilar höfðu búist við og spáðu bæði Íslandsbanki og Landsbanki að vextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast skarpt við verðbólgu sem hækkar enn og mælist nú 7,6 prósent. „Við teljum að það sé betra að bregðast fljótt við og þá vonandi getum við fremur lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Hann telur heimilin standa ágætlega til að ráða við hækkunina. „En ég skal taka fram að við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að fara vera til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum. Þannig að þegar kemur að næstu kjarasamningum er hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér.“ Seðlabankastjóri kallar eftir auknu framboði á fasteignamarkaði.vísir/Vilhelm Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt í verðbólgunni og Ásgeri segir nauðsynlegt að auka framboð á markaði. „Það bara vantar eignir. Seðlabankinn getur ekki eytt þessu vandamáli. Við getum aðeins reynt að hægja á markaðnum til þess að fólk sé ekki að fara fram úr sér.“ Peningastefnunefnd telur líklegt að vextir verði hækkaðir enn frekar og munu ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum skipta miklu um hversu hátt þeir þurfi að fara. Þá er búist við aukinni verðbólgu en Ásgeir telur afar ólíklegt að hún fari upp í tveggja stafa tölu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hækkunin hafi verið viðbúin. „Þess vegna höfum við nú þegar brugðist við í þessu ríkisfjármálalega samhengi og erum með aðgerðir í undirbúningi vegna húsnæðisverðshækkana og viljum auka framboð. En ég hef trú á því að við getum náð tökum á þessari stöðu.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stýrivextir voru áður 3,75 prósent og standa því nú í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Hækkunin er meiri en markaðsaðilar höfðu búist við og spáðu bæði Íslandsbanki og Landsbanki að vextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast skarpt við verðbólgu sem hækkar enn og mælist nú 7,6 prósent. „Við teljum að það sé betra að bregðast fljótt við og þá vonandi getum við fremur lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Hann telur heimilin standa ágætlega til að ráða við hækkunina. „En ég skal taka fram að við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að fara vera til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum. Þannig að þegar kemur að næstu kjarasamningum er hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér.“ Seðlabankastjóri kallar eftir auknu framboði á fasteignamarkaði.vísir/Vilhelm Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt í verðbólgunni og Ásgeri segir nauðsynlegt að auka framboð á markaði. „Það bara vantar eignir. Seðlabankinn getur ekki eytt þessu vandamáli. Við getum aðeins reynt að hægja á markaðnum til þess að fólk sé ekki að fara fram úr sér.“ Peningastefnunefnd telur líklegt að vextir verði hækkaðir enn frekar og munu ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum skipta miklu um hversu hátt þeir þurfi að fara. Þá er búist við aukinni verðbólgu en Ásgeir telur afar ólíklegt að hún fari upp í tveggja stafa tölu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hækkunin hafi verið viðbúin. „Þess vegna höfum við nú þegar brugðist við í þessu ríkisfjármálalega samhengi og erum með aðgerðir í undirbúningi vegna húsnæðisverðshækkana og viljum auka framboð. En ég hef trú á því að við getum náð tökum á þessari stöðu.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira