„Ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 16:31 Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fagna marki saman. Helst hefur ríkt óvissa um það hvort að þær geti spilað saman á hægri vængnum vegna meiðsla Guðnýjar. vísir/vilhelm Þó að vissulega geri fleiri leikmenn tilkall til þess að komast í EM-hóp Íslands þá höfðu sérfræðingarnir í Bestu mörkunum ekkert út á val Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara að setja. Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira