Atli Sigurjónsson: Við gefum þeim mörkin Sverrir Mar Smárason skrifar 23. júní 2022 21:57 Atli Sigurjónsson í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Atli Sigurjónsson, sóknarmaður KR, var ansi svekktur eftir 4-0 tap gegn Blikum í Kópavogi í kvöld. KR-ingar byrjuðu vel en voru svo sjálfum sér verstir þegar leið á. „Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43