Valskonur og Blikar höfðu heppnina með sér Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 11:23 Breiðablik og Valur leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ísland á tvo fulltrúa þar sem Besta deildin er í hópi 16 bestu deilda Evrópu á styrkleikalista UEFA. vísir/diego Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þar leika einnig nokkur Íslendingalið. Nú er verið að draga í riðla. Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira