Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Aris Leeuwarden, en Kristinn gengur til liðs við hollenska liðið frá Grindavík þar sem hann hefur leikið undanfarin tímabil. Aris Leeuwarden hafnaði í 14. sæti deildarinnar á seinasta tímabili.
Með Grindavík skilaði þessi 24 ára leikmaður að meðaltali 12 stigum, fimm fráköstum og þrem stoðsendingum í leik á seinasta tímabili.