Matarkarfan og landbúnaðurinn Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2022 22:19 Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun