Norðurálsmótið fór fram dagana 17.-19. júní á Akranesi. Þáttinn í heild má nú sjá hér á Vísi en hann er hluti árlegri þáttaröð Stöðvar 2 Sport um sumarmótin í fótbolta.
Gaupi ræddi meðal annars við hressa stráka úr ÍBV, ÍR, Gróttu, Þrótti, Selfossi og heimamenn í ÍA.
Í lok þáttar fylgdist Gaupi svo með leik ÍA og Þróttar þar sem liðin léku af mikilli snilld og nokkur gullfalleg mörk litu dagsins ljós. Eftir leik mættu leikmenn liðanna svo í viðtöl eins og atvinnumönnum sæmir og greindu leikinn í þaula.
Ekki er leikið til úrslita á mótinu, en allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og augljóst var að gleðin var við völd.