Tilkynnt var um líkamsárásina í póstnúmeri 108 skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að drengurinn hefði einnig ráðist á föður stúlknanna.
Drengnum var haldið niðri þar til lögreglumenn komu og handtóku hann. Í samráði við foreldra hans og barnaverndaryfirvöld var hann vistaður á viðeigandi stofnum sökum ástands.