Um tuttugu prósent fleiri sóttu um leikskólakennaranám Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 13:07 Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir er dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent aukning er í umsóknum í nám leikskólakennarafræði milli ára en sjötíu leikskólakennarar tóku við brautskráningarskírteinum sínum þann 25. júní síðastliðinn, sem er veruleg aukning frá síðustu árum. Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar. Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar.
Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira