Kyrie Irving verður áfram hjá Brooklyn Nets en Wall fer til Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 07:30 Kyrie Irving og Kevin Durant spila áfram saman hjá Brooklyn Nets á næsta NBA-tímabili. Getty/Maddie Malhotr Kyrie Irving var ekki tilbúinn að skilja tæpa fjóra milljarða íslenskra króna eftir á borðinu og ætlar að nýta sinn rétt og taka lokaárið í samningi sínum við Brooklyn Nets. Bandarískir miðlar fengu það staðfest í nótt. Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira