Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 08:55 Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði við opnun meðferðarheimilisins að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann hafi fengið að klippa borða í ráðherratíð sinni. Vísir/Tryggvi Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“ Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“
Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira