Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:31 Framkvæmdum við byggingu viðbyggingar við forsætisráðuneytið verður frestað um eitt til tvö ár vegna þenslunnar. forsætisráðuneytið Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk. Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira