Hækka frístundastyrk um helming Árni Sæberg skrifar 30. júní 2022 13:29 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjórans Dags B. Eggertssonar um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur fyrir hvert barn þann 1. janúar 2023. Sex til átján ára börn og unglingar með lögheimili í Reykjavík munu eiga rétt á 75 þúsund króna styrk til íþrótta-, lista- og tómstundastarfs frá og með næstu áramótum. Samþykkt borgarráðs byggir á tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var í því ráði síðastliðinn mánudag og er í samræmi við ákvæði í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar auk þess sem fleiri flokkar í borgarstjórn hafa kynnt sambærileg áform, að því er segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Vonast til að auka þátttöku barna í frístundum Í tilkynningu segir að markmiðið með hækkun frístundastyrksins að þessu sinni sé að auka enn frekar þátttöku barna í virkum frístundum í borginni. Styrkurinn sé samfélagsverkefni sem hafi það að markmiði að tryggja að opinber stuðningur skili sér sem best og nýtist vel þeim sem vegna efnahags eða félagslegra aðstæða eiga ekki jafn auðvelt og aðrir að taka þátt í skipulögðu frítímastarfi. Þá sé hann einnig liður í lýðheilsustefnu borgarinnar, með honum séu skapað umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð heilsu og hamingju barna. Hækkunin kostar 443 milljónir króna Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar hefur verið fimmtíu þúsund krónur frá 1. janúar 2017. Helmingshækkunin nú kostar borgina 443 milljónir króna. Ætlun borgarinnar er að hækkunin renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna. Í tilkynningu segir að Íþróttabandalag Reykjavíkur muni hér eftir sem hingað til fylgjast með þátttökugjöldum félaga sinna og gæta þessa að iðkendagjöld þróist í takt við almennt verðlag þannig að hækkun frístundastyrksins renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna í borginni. Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sex til átján ára börn og unglingar með lögheimili í Reykjavík munu eiga rétt á 75 þúsund króna styrk til íþrótta-, lista- og tómstundastarfs frá og með næstu áramótum. Samþykkt borgarráðs byggir á tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var í því ráði síðastliðinn mánudag og er í samræmi við ákvæði í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar auk þess sem fleiri flokkar í borgarstjórn hafa kynnt sambærileg áform, að því er segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Vonast til að auka þátttöku barna í frístundum Í tilkynningu segir að markmiðið með hækkun frístundastyrksins að þessu sinni sé að auka enn frekar þátttöku barna í virkum frístundum í borginni. Styrkurinn sé samfélagsverkefni sem hafi það að markmiði að tryggja að opinber stuðningur skili sér sem best og nýtist vel þeim sem vegna efnahags eða félagslegra aðstæða eiga ekki jafn auðvelt og aðrir að taka þátt í skipulögðu frítímastarfi. Þá sé hann einnig liður í lýðheilsustefnu borgarinnar, með honum séu skapað umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð heilsu og hamingju barna. Hækkunin kostar 443 milljónir króna Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar hefur verið fimmtíu þúsund krónur frá 1. janúar 2017. Helmingshækkunin nú kostar borgina 443 milljónir króna. Ætlun borgarinnar er að hækkunin renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna. Í tilkynningu segir að Íþróttabandalag Reykjavíkur muni hér eftir sem hingað til fylgjast með þátttökugjöldum félaga sinna og gæta þessa að iðkendagjöld þróist í takt við almennt verðlag þannig að hækkun frístundastyrksins renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna í borginni.
Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira