Birti myndir af áverkunum sem Bridges veitti henni: „Get ekki þagað lengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2022 11:31 Það stórsá á Mychelle Johnson eftir að maki hennar, körfuboltamaðurinn Miles Bridges, réðist á hana. Eiginkona bandaríska körfuboltamannsins Miles Bridges hefur stigið fram og greint frá ofbeldi sem hann beitti hana. Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte. NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte.
NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira