Vann eftirsótt verðlaun með frumraun sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 23:22 Lilja Cardew bjóst ekki við því að vinna keppnina en 1.500 aðrir tóku þátt. Aðsendar Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni. Kápukeppni Penguin er vinsæl keppni meðal hönnuða í Bretland þar sem listamenn senda inn sínar hugmyndir af bókakápum. Venjulega er það bara fólk í námi sem má taka þátt í keppninni en í ár var því breytt og gat hver sem er sent sína tillögu inn í keppnina. Lilja Cardew er 23 ára Íslendingur og er búsett í Leeds á Englandi þar sem hún er að læra að verða myndhöfundur. Í náminu hennar er áfangi þar sem aðalverkefnið er að taka þátt í keppninni. Lilja við verðlaunaafhendinguna.Aðsend Þeir sem taka þátt í keppninni gátu valið á milli þriggja bóka. Bókin sem Lilja hlaut verðlaunin fyrir heitir „Diary of a Young Naturalist“ og fjallar um einhverfan átján ára strák. Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er hún skrifuð eins og dagbók. Hvers vegna valdir þú þessa bók? „Aðallega textinn sjálfur, ekki endilega bara innihaldið heldur einnig hvernig hann er skrifaður, hann er skrifaður svolítið nákvæmt en á mjög „effortless“ máta. Mér fannst það skipta máli. Síðan fór ég mikið út í náttúruna.“ Bjóst ekki við því að vinna „Ég var orðlaus, bara að vera tilnefnd. Ég sendi þetta bara inn og pældi ekkert meira í því. Þetta var bara verkefni með skólanum. Mér datt ekki í hug að ég myndi vinna,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Í verðlaun fær Lilja sex mánaða starfsnám hjá Penguin þar sem hún fær að kynnast bransanum betur. Hún er þó ekki viss um hvort hún stefni á að gera bókakápur í framtíðinni. „Ég hef haft mestan áhuga á barnabókum. Ég hef verið að mála mikið og þurfti að velja á milli „fine art“ og myndhöfundanámsins. Ég valdi myndhöfundinn því það getur í rauninni verið hvað sem er. Þú ert samt að vinna með einhverskonar takmarkanir sem mér finnst þægilegt,“ segir Lilja. Sigurkápan.Aðsend Íslendingar erlendis Bókmenntir Myndlist Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
Kápukeppni Penguin er vinsæl keppni meðal hönnuða í Bretland þar sem listamenn senda inn sínar hugmyndir af bókakápum. Venjulega er það bara fólk í námi sem má taka þátt í keppninni en í ár var því breytt og gat hver sem er sent sína tillögu inn í keppnina. Lilja Cardew er 23 ára Íslendingur og er búsett í Leeds á Englandi þar sem hún er að læra að verða myndhöfundur. Í náminu hennar er áfangi þar sem aðalverkefnið er að taka þátt í keppninni. Lilja við verðlaunaafhendinguna.Aðsend Þeir sem taka þátt í keppninni gátu valið á milli þriggja bóka. Bókin sem Lilja hlaut verðlaunin fyrir heitir „Diary of a Young Naturalist“ og fjallar um einhverfan átján ára strák. Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er hún skrifuð eins og dagbók. Hvers vegna valdir þú þessa bók? „Aðallega textinn sjálfur, ekki endilega bara innihaldið heldur einnig hvernig hann er skrifaður, hann er skrifaður svolítið nákvæmt en á mjög „effortless“ máta. Mér fannst það skipta máli. Síðan fór ég mikið út í náttúruna.“ Bjóst ekki við því að vinna „Ég var orðlaus, bara að vera tilnefnd. Ég sendi þetta bara inn og pældi ekkert meira í því. Þetta var bara verkefni með skólanum. Mér datt ekki í hug að ég myndi vinna,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Í verðlaun fær Lilja sex mánaða starfsnám hjá Penguin þar sem hún fær að kynnast bransanum betur. Hún er þó ekki viss um hvort hún stefni á að gera bókakápur í framtíðinni. „Ég hef haft mestan áhuga á barnabókum. Ég hef verið að mála mikið og þurfti að velja á milli „fine art“ og myndhöfundanámsins. Ég valdi myndhöfundinn því það getur í rauninni verið hvað sem er. Þú ert samt að vinna með einhverskonar takmarkanir sem mér finnst þægilegt,“ segir Lilja. Sigurkápan.Aðsend
Íslendingar erlendis Bókmenntir Myndlist Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira