Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2022 11:57 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu. Í tillögunni, sem var samþykkt samhljóða, segir jafnframt að einnig verði stutt við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Einnig verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna. Í greinargerð með tillögunni segir að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. „Í Garðabæ tilheyrum við öll og það er okkur, kjörnum fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn Garðabæjar, mikilvægt að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Þess vegna leggjum við til að gengið verði til viðræðna við Samtökin ’78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, sem halda úti öflugu og faglegu fræðslustarfi og ráðgjöf, um samstarfssamning. Það er samfélaginu öllu mikilvægt að mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins sé í hávegum höfð,“ segir í greinargerð. Þá segir enn fremur að Garðabær sé barnvænt samfélag sem vinni að að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aukin meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu sé mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Vilja stíga skrefinu lengra Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir um mikilvægt skref að ræða. „Það hefur verið vel haldið utan um fræðslu um hinsegin málefni í Garðabæ og starfsfólk okkar sýnt metnað í henni. En nú viljum við stíga skrefinu lengra og nýta samstarf við Samtökin´78 til að þróa fræðslu og umræðu um fjölbreytileika mannlífsins áfram. Við munum skýra nánar frá vinnu við samninginn og útfærslum á næstu vikum,“ er haft eftir Almari í fréttatilkynningu um málið. Bæjarfulltrúarnir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson eru sammála um hversu þarft það er að efla hinsegin fræðslu og meðvitund. „Garðabær er með þessari mikilvægu ákvörðun að taka stórt skref í mannréttindamálum og sýnir stuðning við hinsegin fólk í verki. Hinsegin fræðsla og aukin meðvitund um hinsegin málefni mun stuðla að opnara og frjálsara samfélagi þar sem öll fá að tilheyra,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. Í tilefni af samþykktinni komu bæjarráðsfulltrúar saman að loknum fundi og máluðu regnbogafánann við inngang Garðatorg 7 á ný. Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í tillögunni, sem var samþykkt samhljóða, segir jafnframt að einnig verði stutt við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Einnig verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna. Í greinargerð með tillögunni segir að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. „Í Garðabæ tilheyrum við öll og það er okkur, kjörnum fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn Garðabæjar, mikilvægt að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Þess vegna leggjum við til að gengið verði til viðræðna við Samtökin ’78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, sem halda úti öflugu og faglegu fræðslustarfi og ráðgjöf, um samstarfssamning. Það er samfélaginu öllu mikilvægt að mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins sé í hávegum höfð,“ segir í greinargerð. Þá segir enn fremur að Garðabær sé barnvænt samfélag sem vinni að að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aukin meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu sé mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Vilja stíga skrefinu lengra Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir um mikilvægt skref að ræða. „Það hefur verið vel haldið utan um fræðslu um hinsegin málefni í Garðabæ og starfsfólk okkar sýnt metnað í henni. En nú viljum við stíga skrefinu lengra og nýta samstarf við Samtökin´78 til að þróa fræðslu og umræðu um fjölbreytileika mannlífsins áfram. Við munum skýra nánar frá vinnu við samninginn og útfærslum á næstu vikum,“ er haft eftir Almari í fréttatilkynningu um málið. Bæjarfulltrúarnir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson eru sammála um hversu þarft það er að efla hinsegin fræðslu og meðvitund. „Garðabær er með þessari mikilvægu ákvörðun að taka stórt skref í mannréttindamálum og sýnir stuðning við hinsegin fólk í verki. Hinsegin fræðsla og aukin meðvitund um hinsegin málefni mun stuðla að opnara og frjálsara samfélagi þar sem öll fá að tilheyra,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. Í tilefni af samþykktinni komu bæjarráðsfulltrúar saman að loknum fundi og máluðu regnbogafánann við inngang Garðatorg 7 á ný.
Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01