Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júlí 2022 13:41 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. Smitáhrif vegna umfjallana um sjálfsvíg eru vel þekkt en geðlæknar hafa bent á að í kjölfar umfjöllunar um sjálfsvíg aukist jafnan tíðni sjálfsvíga. Blaðamenn hafa öðlast meiri meðvitund um þetta á síðustu árum og hafa nú gjarnan þann háttinn á upplýsingar um aðstoð fylgja með umfjöllunum um sjálfsvíg. Kaupmannahöfn er í sárum eftir að ungur maður skaut á hóp fólks í verslunarmiðstöðinni Fields á Amager á sunnudagseftirmiðdag. Árásin kostaði þrjár manneskjur lífið. Skotárásin í Kaupmannahöfn varð skömmu eftir skotárásina í Osló sem beindist gegn hinseginfólki. Síðdegis í gær bárust síðan fréttir af skotárás í úthverfi Chicago þar sem sex létu lífið. „Núna eru að birtast nýlegar rannsóknir sem benda til þess að svona skotárásir, eins og við höfum verið að sjá undanfarið, þar sem árásarmaðurinn er einn að verki og talað er um sem „lone wolf“ geti mögulega líka haft smitáhrif,“ segir Margrét. „Afbrotafræðingar sem hafa rannsakað menn sem eru ábyrgir fyrir svona fjöldaárásum hafa greint frá því að þeir eigi margt sameiginlegt með fólki í sjálfsvígshugleiðingum og að þeir hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum sjálfir nema auk andlegra erfiðleika þá var líka mikil reiði. Einhverjir árásarmenn þrá einfaldlega athyglina sem skotárásir fá og þess vegna kannski vilja þeir leika eftir árás sem nýlega hefur fengið mikla umfjöllun.“ Margrét vill þó taka það skýrt fram að langflestir sem glíma við geðræn vandamál beita ekki ofbeldi af neinu tagi. Margrét segir að það sé jákvæð áherslubreyting sem hún greini á umfjöllun um fjöldaárásir. Fjölmiðlar geri mun meira af því í dag að birta upplýsingar um fórnarlömbin og þá hafi gerandinn minna vægi. „Ég held að það sé ágætt því svo margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð.“ Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hvetja íbúa til að standa saman og til að fjölmenna á minningarathöfn í kvöld um þau þrjú sem voru myrt í skotárás á sunnudag.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson DENMARK OUT Bæta þurfi aðgengi að sálfræðiþjónustu Í skugga árásarinnar reyna Danir nú að draga lærdóm af skotárásinni til að fyrirbyggja frekari harmleik. Geðlæknar hafa í dag bent á mikilvægi þess að rannsaka tildrög árásarinnar til fulls sem og bakgrunn árásarmannsins rétt eins og gert er með samgönguslys. Gitte Ahle, réttargeðlæknir og fyrrverandi formaður danska Geðlæknafélagsins, segir að skoða þurfi sögu árásarmannsins; hvort hann hafi fengið þá aðstoð sem hann hefði þurft. Þetta er líka mat Margrétar. „Nú skilst mér að þessi maður hafi hringt í hjálparlínu og leitað sérstaklega eftir aðstoð og án þess að það hafi borið árangur. Hann fékk sem sagt ekki aðstoð þannig að einn af lærdómunum er að þjónusta fyrir fólk sem á við einhvers konar andleg veikindi að stríða sé aðgengileg,“ segir Margrét. Skotvopnaeign mest í Finnlandi og á Íslandi Margrét segir að auka þurfi aðgengi að sálfræðiþjónustu og þá sé vert að skoða hvort herða þurfi enn frekar skotvopnalöggjöf á Íslandi. Skotvopnaeign er mest í Finnlandi og á Íslandi af hinum Norðurlöndunum. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að yfir 70 þúsund skotvopn séu skráð hér á landi. „Við fáum auðvitað svo mikið af fréttum frá Bandaríkjunum og í samanburði við Bandaríkin þá erum við á Norðurlöndunum bara í góðum málum. Það er ekki auðvelt að fá leyfi fyrir skotvopn en við þurfum ekkert endilega að bera okkur saman við Bandaríkin. Svo er auðvitað eitt í þessu líka er að það koma byssur til landanna sem engin leyfi eru fyrir. Það þarf að skoða þetta allt, til dæmis að reyna að draga úr möguleikanum á smygli til landsins og skoða hvort herða þurfi byssulöggjöf enn frekar þrátt fyrir að hún sé frekar ströng bæði í Danmörku og Íslandi.“ Það sé hennar mat að það eigi að vera töluvert erfitt að fá leyfi til að eignast skotvopn. „En sjálfvirk eða hálfsjálfvirk skotvopn, það á í rauninni enginn almennur borgari að eiga þannig,“ segir Margrét. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Lögreglumál Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Skotvopn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Smitáhrif vegna umfjallana um sjálfsvíg eru vel þekkt en geðlæknar hafa bent á að í kjölfar umfjöllunar um sjálfsvíg aukist jafnan tíðni sjálfsvíga. Blaðamenn hafa öðlast meiri meðvitund um þetta á síðustu árum og hafa nú gjarnan þann háttinn á upplýsingar um aðstoð fylgja með umfjöllunum um sjálfsvíg. Kaupmannahöfn er í sárum eftir að ungur maður skaut á hóp fólks í verslunarmiðstöðinni Fields á Amager á sunnudagseftirmiðdag. Árásin kostaði þrjár manneskjur lífið. Skotárásin í Kaupmannahöfn varð skömmu eftir skotárásina í Osló sem beindist gegn hinseginfólki. Síðdegis í gær bárust síðan fréttir af skotárás í úthverfi Chicago þar sem sex létu lífið. „Núna eru að birtast nýlegar rannsóknir sem benda til þess að svona skotárásir, eins og við höfum verið að sjá undanfarið, þar sem árásarmaðurinn er einn að verki og talað er um sem „lone wolf“ geti mögulega líka haft smitáhrif,“ segir Margrét. „Afbrotafræðingar sem hafa rannsakað menn sem eru ábyrgir fyrir svona fjöldaárásum hafa greint frá því að þeir eigi margt sameiginlegt með fólki í sjálfsvígshugleiðingum og að þeir hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum sjálfir nema auk andlegra erfiðleika þá var líka mikil reiði. Einhverjir árásarmenn þrá einfaldlega athyglina sem skotárásir fá og þess vegna kannski vilja þeir leika eftir árás sem nýlega hefur fengið mikla umfjöllun.“ Margrét vill þó taka það skýrt fram að langflestir sem glíma við geðræn vandamál beita ekki ofbeldi af neinu tagi. Margrét segir að það sé jákvæð áherslubreyting sem hún greini á umfjöllun um fjöldaárásir. Fjölmiðlar geri mun meira af því í dag að birta upplýsingar um fórnarlömbin og þá hafi gerandinn minna vægi. „Ég held að það sé ágætt því svo margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð.“ Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hvetja íbúa til að standa saman og til að fjölmenna á minningarathöfn í kvöld um þau þrjú sem voru myrt í skotárás á sunnudag.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson DENMARK OUT Bæta þurfi aðgengi að sálfræðiþjónustu Í skugga árásarinnar reyna Danir nú að draga lærdóm af skotárásinni til að fyrirbyggja frekari harmleik. Geðlæknar hafa í dag bent á mikilvægi þess að rannsaka tildrög árásarinnar til fulls sem og bakgrunn árásarmannsins rétt eins og gert er með samgönguslys. Gitte Ahle, réttargeðlæknir og fyrrverandi formaður danska Geðlæknafélagsins, segir að skoða þurfi sögu árásarmannsins; hvort hann hafi fengið þá aðstoð sem hann hefði þurft. Þetta er líka mat Margrétar. „Nú skilst mér að þessi maður hafi hringt í hjálparlínu og leitað sérstaklega eftir aðstoð og án þess að það hafi borið árangur. Hann fékk sem sagt ekki aðstoð þannig að einn af lærdómunum er að þjónusta fyrir fólk sem á við einhvers konar andleg veikindi að stríða sé aðgengileg,“ segir Margrét. Skotvopnaeign mest í Finnlandi og á Íslandi Margrét segir að auka þurfi aðgengi að sálfræðiþjónustu og þá sé vert að skoða hvort herða þurfi enn frekar skotvopnalöggjöf á Íslandi. Skotvopnaeign er mest í Finnlandi og á Íslandi af hinum Norðurlöndunum. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að yfir 70 þúsund skotvopn séu skráð hér á landi. „Við fáum auðvitað svo mikið af fréttum frá Bandaríkjunum og í samanburði við Bandaríkin þá erum við á Norðurlöndunum bara í góðum málum. Það er ekki auðvelt að fá leyfi fyrir skotvopn en við þurfum ekkert endilega að bera okkur saman við Bandaríkin. Svo er auðvitað eitt í þessu líka er að það koma byssur til landanna sem engin leyfi eru fyrir. Það þarf að skoða þetta allt, til dæmis að reyna að draga úr möguleikanum á smygli til landsins og skoða hvort herða þurfi byssulöggjöf enn frekar þrátt fyrir að hún sé frekar ströng bæði í Danmörku og Íslandi.“ Það sé hennar mat að það eigi að vera töluvert erfitt að fá leyfi til að eignast skotvopn. „En sjálfvirk eða hálfsjálfvirk skotvopn, það á í rauninni enginn almennur borgari að eiga þannig,“ segir Margrét. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Lögreglumál Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Skotvopn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18