Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet Elísabet Hanna skrifar 6. júlí 2022 09:10 Garden Party hátíðin er að evrópskri fyrirmynd. Getty/Maskot Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum. Einnig munu vera atriði frá Ávaxtakörfunni, Ronju ræningjadóttur og Kardimommubænum fyrir yngri kynslóðina. Matvagnar, sölubásar, bar með bjórúrvali og kampavínstjald verða einnig á svæðinu en hægt er að nálgast miða á hátíðina hér. „Fyrirmyndin eru bæjarhátíðirnar sem tíðkast víða í Evrópu þar sem fjölbreytt skemmtun fyrir allar kynslóðir nýtur sín,“ sagði Ósk Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum hátíðinnar ásamt því að vera kynningarfulltrúi hennar. Vísir setti sig í samband við Ósk og fékk að heyra meira af hátíðinni: Hvenær var hátíðin haldin fyrst? Hátíðin átti að vera haldin í fyrsta sinn á síðasta ári en var frestað eins og flestum viðburðum. Við erum búin að vera að vinna að skipulagningu síðustu mánuði og ætlum að láta þessa skemmtilegu fjölskylduhátíð loksins verða að veruleika. Hvernig er stemningin fyrir henni í ár? Við fengum gríðarlega góðar viðtökur á síðasta ári þegar við tilkynntum hátíðina og fólk almennt mjög spennt fyrir hugmyndinni. Það að geta byrjað snemma öll fjölskyldan á besta stað í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá á sama stað er auðvitað frábært. Við hverju má fólk búast? Þetta mun svipa til svokallaðra town fairs sem tíðkast víða í Evrópu og við skipuleggjendur höfum öll búið í borgum/bæum þar sem svona hátíðir eru fastir liðir og langaði til að skapa sama andrúmsloft í Laugardalnum. Heybaggar, Candyfloss, Góður matur, Kampavínstjöld og almenn gleði verður ríkjandi. Við viljum byrja þetta snemma og hætta snemma svo allir meðlimir fjölskyldunnar geti verið með í gleðinni. Matur Menning Drykkir Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Efna til garðveislu að evrópskri fyrirmynd í Laugardalnum Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal þann 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. 15. júlí 2021 07:48 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Einnig munu vera atriði frá Ávaxtakörfunni, Ronju ræningjadóttur og Kardimommubænum fyrir yngri kynslóðina. Matvagnar, sölubásar, bar með bjórúrvali og kampavínstjald verða einnig á svæðinu en hægt er að nálgast miða á hátíðina hér. „Fyrirmyndin eru bæjarhátíðirnar sem tíðkast víða í Evrópu þar sem fjölbreytt skemmtun fyrir allar kynslóðir nýtur sín,“ sagði Ósk Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum hátíðinnar ásamt því að vera kynningarfulltrúi hennar. Vísir setti sig í samband við Ósk og fékk að heyra meira af hátíðinni: Hvenær var hátíðin haldin fyrst? Hátíðin átti að vera haldin í fyrsta sinn á síðasta ári en var frestað eins og flestum viðburðum. Við erum búin að vera að vinna að skipulagningu síðustu mánuði og ætlum að láta þessa skemmtilegu fjölskylduhátíð loksins verða að veruleika. Hvernig er stemningin fyrir henni í ár? Við fengum gríðarlega góðar viðtökur á síðasta ári þegar við tilkynntum hátíðina og fólk almennt mjög spennt fyrir hugmyndinni. Það að geta byrjað snemma öll fjölskyldan á besta stað í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá á sama stað er auðvitað frábært. Við hverju má fólk búast? Þetta mun svipa til svokallaðra town fairs sem tíðkast víða í Evrópu og við skipuleggjendur höfum öll búið í borgum/bæum þar sem svona hátíðir eru fastir liðir og langaði til að skapa sama andrúmsloft í Laugardalnum. Heybaggar, Candyfloss, Góður matur, Kampavínstjöld og almenn gleði verður ríkjandi. Við viljum byrja þetta snemma og hætta snemma svo allir meðlimir fjölskyldunnar geti verið með í gleðinni.
Matur Menning Drykkir Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Efna til garðveislu að evrópskri fyrirmynd í Laugardalnum Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal þann 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. 15. júlí 2021 07:48 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Efna til garðveislu að evrópskri fyrirmynd í Laugardalnum Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal þann 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi. 15. júlí 2021 07:48
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“