Segir skipta höfuðmáli að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. júlí 2022 11:12 Guðmundur Ingi segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það algjört grundvallaratriði í sínum huga að vinna að því að gera kerfið betra. „Við þurfum að vinna á öllum þeim áskorunum sem koma upp og ekki síst þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks.“ Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06