Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2022 14:59 Í kring um áttatíu göngumenn höfðu tjaldað á tjaldsvæðinu við Landmannalaugar í nótt. Flestir eru komnir aftur til byggða. Guðmundur Björnsson Landverðir á Fjallabaki ráðleggja fólki alfarið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferðamanna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sandfoks. „Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur. Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
„Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur.
Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira