Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum Atli Ísleifsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, segir mikilvægt að húsið verði ekki látið drabbast niður, enda að finna í hjarta þorpsins. Skagaströnd/Já.is „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi. Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi.
Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24