Hótaði að myrða mann með smjörhníf Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 15:27 Líflátshótunin var höfð uppi í matsal ótilgreinds gistiskýlis. Þetta gistiskýli er á Lindargötu í Reykjavík. Stöð 2/Egill Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík. Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira