Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júlí 2022 14:49 Kristín Tómasdóttir hefur hvatt foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín á áhorfendapallana í Ráðhúsinu á næsta fund borgarstjórnar. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira