Innlent

Hiti á bilinu sjö til á­tján stig en lítið sést til sólar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Væta og vindur um landið.
Væta og vindur um landið. Vísir/Vilhelm

Lítið um sól á næstu dögum samkvæmt Veðurstofunni en hiti á bilinu 7 til 18 stig í vikunni. 

Í dag má búast við suðlægum áttum með mildu veðri en rigningu og súld, bjartara á Norður- og Austurlandi en þó má búast við skúraleiðingum þar eftir hádegi.

Á morgun verður hægara og úrkomuminna framan af degi en djúp lægð kemur upp að landi seinnipart morgundags með meiri rigningu sunnan- og austanlands.

Á þriðjudag birtir til fyrir sunnan og hlýnar. Lægðin færist til og verður komin austur af landinu með strekkings norðanátt og talsverðri rigningu ásamt svölu veðri á Norður- og Austurlandi.

Smám saman dregur úr vindi og úrkomu en lengst af verður nokkuð svalt og blautt fyrir norðan.

Um helgina er útlit fyrir óstöðugt og svalt loft yfir landinu og því má reikna með skúradembum í flestum landshlutum.

Nánar um veður má sjá á vef Veðurstofunnar. 


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Mánudagur

Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og smávæta á víð og dreif. Norðan 3-10 m/s seinnipartinn með rigningu suðaustan- og austanlands. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 18 stig.


Þriðjudagur

Norðan og norðvestan 8-13 með talsverða rigningu fyrir norðan. Skýjað með köflum sunnanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti frá 6 stigum fyrir norðan, upp í 18 stig á Suðausturlandi.


Miðvikudagur

Norðvestan 5-15, hvassast fyrir austan. Rigning fyrir norðan, en stöku skúrir syðra. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.


Fimmtudagur

Norðvestan 8-13 við norðausturströndina, en annars hægari. Rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum og smáskúrir í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.


Föstudagur

Norðlæg átt með dálítilli rigningu á norðanverðu landinu. Bjartara sunnantil með stöku skúrum síðdegis. Hiti 7 stil 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.


Laugardagur

Norðlæg átt, skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, einkum sunnantil síðdegis.

Fremur svalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×