Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 14:31 Uber hélt áfram starfsemi víða í Evrópu jafnvel þótt þjónusta fyrirtækisins hefði verið sögð ekki samrýmast lögum. Til átaka kom í París og víðar. epa/Ian Langsdon Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag. Leigubílar Frakkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag.
Leigubílar Frakkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira