Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 16:16 Efri röð frá vinstri: Nii Mensah, Jakeem Rose og Ugnius Asmena. Neðri röð: Jake Reeves, Dylan Earl og Ashton Evans. Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. Íkveikjan olli skaða sem talinn er hafa kostað um 1,3 milljónir punda, eða um 213 milljónir króna. Höfuðpaurinn, hinn 21 árs gamli Dylan Earl, var dæmdur í sautján ára fangelsi. Jake Reeves (24) var dæmdur í tólf ára fanglesi. Þeir tveir eru fyrstu mennirnir sem eru dæmdir á grunni nýrra þjóðaröryggislaga í Bretlandi, samkvæmt enskum saksóknurum. Hinir fjórir sem voru dæmdir fengu vægari dóma en allir eru þeir á bilinu tuttugu til 24 ára gamlir, samkvæmt frétt BBC. Nii Mensah (23) var dæmdur í tíu ára fangelsi en hann streymdi árásinni í beinni útsendingu á netinu. Jakeem Rose (23) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann kveikti eldinn. Ugnius Asmena (21) útvegaði flóttabíl var dæmdur í átta ára fangelsi. Ashton Evans (20) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann mun hafa tekið þátt í skipulagningu mannránsins. Sjá einnig: Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Earl var ráðinn af útsendurum Wagner á Telegram og átti hann að fá níu þúsund pund fyrir íkveikjuna. Hann mun þó hafa fengið minna en það þar sem þeir kveiktu of snemma í húsinu, áður en Wagner-liðar höfðu gefið þeim grænt ljós á íkveikjuna. Dómarinn í málinu benti á við dómsuppkvaðningu í morgun að ekki væri um einangrað atvik að ræða. Tíu dögum eftir að þeir kveiktu í vöruskemmunni í Lundúnum kom upp svipað atvik á Spáni. Þá höfðu Wagner-liðar rætt mögulega íkveikju í Tékklandi við Earl, auk frekari árása í Bretlandi. Dómarinn sagði íkveikjuna hafa ákveðna hryðjuverkatengingu, þó mennirnir hefðu ekki áttað sig á því. Leita í meira mæli til glæpamanna Undanfarin ár hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um að tengjast sambærilegum og verri glæpum víðsvegar um Evrópu. Þeir eru sagðir standa fyrir því sem kallað er fjölþáttaógnir en meðal annars hafa þeir verið sakaðir um íkveikjur, banatilræði og skemmdir á innviðum. Eftir að eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury á árum áður og enn frekar eftir innrás Rússa í Úkraínu, var Rússum gert að fækka verulega starfsmönnum í sendiráðum sínum víða um Evrópu. Vegna þessa neyddust Rússar til að kalla marga af njósnurum sínum sem njóta pólitískrar verndar heim til Rússlands. Forsvarsmenn vestrænna leyniþjónusta hafa í kjölfarið sagt að Rússar hafi í auknum mæli leitað til glæpamanna, eins og í umræddu tilfelli í Englandi, til að fremja afbrot á vegum rússneska ríkisins. England Erlend sakamál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Íkveikjan olli skaða sem talinn er hafa kostað um 1,3 milljónir punda, eða um 213 milljónir króna. Höfuðpaurinn, hinn 21 árs gamli Dylan Earl, var dæmdur í sautján ára fangelsi. Jake Reeves (24) var dæmdur í tólf ára fanglesi. Þeir tveir eru fyrstu mennirnir sem eru dæmdir á grunni nýrra þjóðaröryggislaga í Bretlandi, samkvæmt enskum saksóknurum. Hinir fjórir sem voru dæmdir fengu vægari dóma en allir eru þeir á bilinu tuttugu til 24 ára gamlir, samkvæmt frétt BBC. Nii Mensah (23) var dæmdur í tíu ára fangelsi en hann streymdi árásinni í beinni útsendingu á netinu. Jakeem Rose (23) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann kveikti eldinn. Ugnius Asmena (21) útvegaði flóttabíl var dæmdur í átta ára fangelsi. Ashton Evans (20) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann mun hafa tekið þátt í skipulagningu mannránsins. Sjá einnig: Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Earl var ráðinn af útsendurum Wagner á Telegram og átti hann að fá níu þúsund pund fyrir íkveikjuna. Hann mun þó hafa fengið minna en það þar sem þeir kveiktu of snemma í húsinu, áður en Wagner-liðar höfðu gefið þeim grænt ljós á íkveikjuna. Dómarinn í málinu benti á við dómsuppkvaðningu í morgun að ekki væri um einangrað atvik að ræða. Tíu dögum eftir að þeir kveiktu í vöruskemmunni í Lundúnum kom upp svipað atvik á Spáni. Þá höfðu Wagner-liðar rætt mögulega íkveikju í Tékklandi við Earl, auk frekari árása í Bretlandi. Dómarinn sagði íkveikjuna hafa ákveðna hryðjuverkatengingu, þó mennirnir hefðu ekki áttað sig á því. Leita í meira mæli til glæpamanna Undanfarin ár hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um að tengjast sambærilegum og verri glæpum víðsvegar um Evrópu. Þeir eru sagðir standa fyrir því sem kallað er fjölþáttaógnir en meðal annars hafa þeir verið sakaðir um íkveikjur, banatilræði og skemmdir á innviðum. Eftir að eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury á árum áður og enn frekar eftir innrás Rússa í Úkraínu, var Rússum gert að fækka verulega starfsmönnum í sendiráðum sínum víða um Evrópu. Vegna þessa neyddust Rússar til að kalla marga af njósnurum sínum sem njóta pólitískrar verndar heim til Rússlands. Forsvarsmenn vestrænna leyniþjónusta hafa í kjölfarið sagt að Rússar hafi í auknum mæli leitað til glæpamanna, eins og í umræddu tilfelli í Englandi, til að fremja afbrot á vegum rússneska ríkisins.
England Erlend sakamál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira