Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögregunnar. Farþegi bílsins lést þegar ekið var út af Meðallandsvegi í Skaftárhreppi föstudaginn 8. júlí síðastliðinn. Voru tveir fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu til Reykjavíkur en eru á batavegi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Þá segir einnig að málið sé í hefðbundnu rannsóknarferli og er ökumaðurinn nú grunaður um ölvunarakstur.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að fólkið sem lenti í slysinu hafi verið heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu.