Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Mig hefur langað að taka þátt frá því að ég var lítil. Konur í fjölskyldunni minni hafa líka tekið þátt, ég held að áhuginn hafi kviknað þar.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Fyrst og fremst að labba á hælaskóm! En annars hef ég líka lært að elska sjálfa mig og sjálfstraustið mitt hefur aukist.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Ég fæ mér alltaf hafragraut með súkkulaði próteini og bláberjum.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Það er lasagne hjá mömmu.
Hvað ertu að hlusta á?
Ég hlusta mikið á hip hop og r&b. Annars elska ég Morðkastið!

Hver er uppáhalds bókin þín?
It ends with us eftir Colleen Hoover.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Fyrirmyndin mín er systir mín, Alexandra.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Guð nú veit ég ekki, líklegast Emmsjé Gauti á Lopapeysunni.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Að bíllinn minn varð rafmagnslaus á fyrsta deiti og öll fjölskylda stráksins þurfti að koma og hjálpa mér að starta bílnum.
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stoltust af hæðinni minni.
Hver er þinn helsti ótti?
Minn helsti ótti er að horfa til baka og sjá eftir að hafa ekki gert eitthvað vegna þess að ég þorði því ekki.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Ég sé mig fyrir mér í ferðamálafræði, mögulega sem flugfreyja.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Ég tek alltaf Sweet Caroline.