Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 10:01 Paul Pogba er ekki allra. EPA-EFE/TIM KEETON „Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út. „Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri. Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
„Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri.
Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira