Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 07:23 Milljónir tonna af kornvöru sitja föst í birgðageymslum Úkraínu vegna átkanna í landinu. epa/Sergei Ilnitsky Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira