Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 07:01 Fulltrúar meirihlutans í Hveragerði er skrifað var undir samstarfssáttmála. Aðsend Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira