Borgin stendur þétt með olíufélögunum og gefur þeim grænt ljós á lóðabrask Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 15. júlí 2022 13:30 Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bensín og olía Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun