Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 20:00 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum og kynjafræðikennari. Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“
„Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira