Hernandez hefur áður leikið á Íslandi en hann spilaði fyrir Þór frá Akureyri tímabilið 2019/20. Þá var Þór Akureyri undir stjórn Lárusar Jónssonar, sem er nú þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn.
Á síðasta leiktímabili spilaði Hernandez með TAU Castello í næst efstu deild á Spáni. Castello endaði tímabilið í tíunda sæti og Hernandez var með 4,8 stig, 3,1 fráköst og 0,7 stoðsendingar að meðaltali á leik.
„Ég er ótrúlega spenntur að verða hluti af Þór Þorlákshöfn. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri og get ekki beðið eftir því að fara til Þorlákshafnar og hefjast handa,“ skrifaði Hernandez á Twitter í dag.
Iceland 2.0!🇮🇸🏀 I’m supper excited to become a part of @thorkarfa basketball club! I’m very thankful for this opportunity and can’t wait to get to Þorlákshöfn and get to work!!🏀💪🏼Áfram Þórsarar 💚💚 pic.twitter.com/lxeimDespZ
— Pablo Hernandez Montenegro (@PabloH_M) July 15, 2022