Trúlofunarplönin breyttust lítillega
Þau Sunna og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, trúlofuðu sig á hótelherbergi í Tribeca, New York á dögunum en parið hefur verið saman í rúm fimm ár.
Bæði hafa þau starfað mikið í fjölmiðlum en Sunna vann um tíma sem blaðamaður á Vísi og Tómas sem íþróttafréttamaður hjá Stöð 2.
Í færslu sinni á Facebook gerir Sunna góðlátlegt grín af því að upprunalegu trúlofunarplön unnustans hafi ekki gengið upp sem skyldi en það kryddi vissulega söguna og geri hana betri.
Ætlar að sigrast á krabbameininu og halda gott partý
Í þættinum Ísland í dag tjáði Sunna sig nýlega um baráttu sína við ólæknandi krabbamein en hún komst að því að ekki væri allt með felldu þegar hún var í blóðprufum í byrjun glasafrjóvgunarferlis.
Sunna greindist með mergæxli og segir hún verkefni númer eitt, tvö og þrjú núna að láta sér batna og halda svo gott partý.