Mötuneyti og íþróttahús Fossvogsskóla í álmunni sem opnar ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 19. júlí 2022 11:32 Fossvogsskóli í Fossvogsdal. Vísir/Vilhelm Mötuneyti, íþróttahús og kaffistofa kennara Fossvogsskóla eru í Meginlandi, álmu skólans sem opnar ekki í haust. Álman er sú verst farna af myglu og hafa foreldrar óskað eftir því að hún verði rifin. Í morgun var greint frá því að skólastarf í Fossvogsskóla hefjist aftur í haust þrátt fyrir að einhverjum verklegum þáttum verði ekki lokið við upphaf kennslu. Til dæmis verða mötuneyti og íþróttahús skólans ekki í notkun. Í samtali við fréttastofu segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, að Hjálpræðisherinn muni senda nemendum skólans mat, líkt og hefur verið gert upp á síðkastið. Þá muni nemendur borða matinn í skólastofum sínum. „Víkingur hefur hleypt okkur inn í Víkina þannig við verðum með íþróttir þar. Síðan er kaffistofa starfsmanna er líka í Meginlandinu en það er búið að útbúa hana í færanlega húsinu sem við vorum í í vetur og verðum áfram í,“ segir Hafdís. Meginland er eina álma skólans sem verður ekki opnuð í haust og verður allt skólastarf í álmunum Austurland og Vesturland. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um afdrif Meginlands en foreldrar hafa farið fram á að hún verði rifin en borgin heldur í vonina um að nýta megi álmuna með verulegum breytingum. Allir nemendur skólans verða í Fossvogsdal næsta haust en á tímabili var skólinn með aðsetur í húsnæði Hjálpræðishersins. Mygla í Fossvogsskóla Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Fossvogsskóla hættir Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda. 30. nóvember 2021 20:27 Lagfæringar á Fossvogsskóla taldar kosta rúma 1,6 milljarða íslenskra króna Áætlað er að kostnaður við lagfæringar og endurbætur á Fossvogsskóla nemi meira en 1.640 milljónum króna. Borgarráð samþykkti heimild til útboðs á framkvæmdunum í dag. 4. nóvember 2021 20:17 Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu. 11. október 2021 18:18 Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í morgun var greint frá því að skólastarf í Fossvogsskóla hefjist aftur í haust þrátt fyrir að einhverjum verklegum þáttum verði ekki lokið við upphaf kennslu. Til dæmis verða mötuneyti og íþróttahús skólans ekki í notkun. Í samtali við fréttastofu segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, að Hjálpræðisherinn muni senda nemendum skólans mat, líkt og hefur verið gert upp á síðkastið. Þá muni nemendur borða matinn í skólastofum sínum. „Víkingur hefur hleypt okkur inn í Víkina þannig við verðum með íþróttir þar. Síðan er kaffistofa starfsmanna er líka í Meginlandinu en það er búið að útbúa hana í færanlega húsinu sem við vorum í í vetur og verðum áfram í,“ segir Hafdís. Meginland er eina álma skólans sem verður ekki opnuð í haust og verður allt skólastarf í álmunum Austurland og Vesturland. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um afdrif Meginlands en foreldrar hafa farið fram á að hún verði rifin en borgin heldur í vonina um að nýta megi álmuna með verulegum breytingum. Allir nemendur skólans verða í Fossvogsdal næsta haust en á tímabili var skólinn með aðsetur í húsnæði Hjálpræðishersins.
Mygla í Fossvogsskóla Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Fossvogsskóla hættir Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda. 30. nóvember 2021 20:27 Lagfæringar á Fossvogsskóla taldar kosta rúma 1,6 milljarða íslenskra króna Áætlað er að kostnaður við lagfæringar og endurbætur á Fossvogsskóla nemi meira en 1.640 milljónum króna. Borgarráð samþykkti heimild til útboðs á framkvæmdunum í dag. 4. nóvember 2021 20:17 Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu. 11. október 2021 18:18 Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Skólastjóri Fossvogsskóla hættir Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda. 30. nóvember 2021 20:27
Lagfæringar á Fossvogsskóla taldar kosta rúma 1,6 milljarða íslenskra króna Áætlað er að kostnaður við lagfæringar og endurbætur á Fossvogsskóla nemi meira en 1.640 milljónum króna. Borgarráð samþykkti heimild til útboðs á framkvæmdunum í dag. 4. nóvember 2021 20:17
Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu. 11. október 2021 18:18
Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29