Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. júlí 2022 15:29 Björn Þorláksson lagði Umhverfisstofnun fyrir Héraðsdómi í síðasta mánuði en nú hefur ríkið áfrýjað. Vísir/Aðsend Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Birni, sem er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofu, tæpar sjö milljónir króna fyrir tæpum mánuði síðan, vegna uppsagnar hans á síðasta ári. Björn segir í samtali við fréttastofu að málið hafa byrjað þegar hann var í veikindaleyfi vegna slyss sem hann lenti í á sama tíma og nýr forstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, tók við. „Það fara skrítnir hlutir að gerast áður en ég mæti til vinnu. Þegar ég mæti þá liggur í loftinu að það eru miklar breytingar fram undan og það er allt í lagi með það,“ segir Björn en hann og Sigrún náðu ekki vel saman. Hann segist hafa verið tilbúinn í viðræður um breytingu á sínu starfi en þess í stað var hann skyldaður í starfsmat um aðra stöðu sem til stóð að búa til. Björn segir að honum hafi verið tjáð að ef hann tæki ekki þátt í því væri litið á það sem svo að hann hefði sagt upp. Síðan hafi Umhverfisstofnun notað umrætt mat sem ástæðu til að leggja starf hans sem upplýsingafulltrúi niður og segja honum upp. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Áfrýjunin mikil vonbrigði „Með þessu þá liggur fyrir, samkvæmt héraðsdómi, að með kolólöglegum hætti hafi þau bolað mér burt úr starfi. Ég hefði talið að þegar þessi langa raunar saga, þegar henni líkur fyrir héraðsdómi og forstjóri Umhverfisstofnunar augljóslega með allt niður um sig í ákvörðunartöku, þá hefði ég talið að það væri kannski nóg komið,“ segir Björn. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur nú áfrýjað dómi héraðsdóms en Björn segist ekki vera hræddur. Það séu þó vonbrigði að stofnunin skuli ekki átta sig á því að brotið hafi verið á rétti Björns. Hann spyr hversu lengi ríkið geti „pönkast lengi og illa á einstaklingum með lögbrotum og ömurlegri framkomu.“ Hann sé þó viss um að dómsniðurstaðan breytist ekki. „Það eru mikil vonbrigði að forstjóri Umhverfisstofnunar hafi misst af því tækifæri að taka sér tak og horfast í augu við gjörðir sínar. Þannig í þessu ljósi þá eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Björn. Almannafé í vitleysu Björn segist ekki hafa viljað lúffað og látið sig hverfa með skottið á milli lappanna. Hann þekki sinn rétt og hefur hlotið stuðning frá stéttarfélaginu. „Skyldur og réttindi opinberra starfsmanna eru vel vernduð með lögum og henni mátti kannski ljóst vera, henni Sigrúnu Ágústsdóttur, að þessi stjórnsýsla, þessi ólíðandi brotlega stjórnsýsla, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, að hún hefði einhverjar afleiðingar. Nú er búið að dæma þær afleiðingar,“ segir Björn. Hann spyr hvort það sé rétt að eyða almannafé í „svona vitleysu“, eins og hann kallar málið. Þetta sé enn annar kafli í ofbeldissögu ríkisstofnanna gegn einstaklingum. „Viljum við að fé okkar sé eytt með þessum hætti. Eða kann að vera að forstjóri Umhverfisstofnunar sé að kaupa sér dálítinn frið í starfi á meðan málið er fyrir dómsstólum?,“ segir Björn. Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Birni, sem er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofu, tæpar sjö milljónir króna fyrir tæpum mánuði síðan, vegna uppsagnar hans á síðasta ári. Björn segir í samtali við fréttastofu að málið hafa byrjað þegar hann var í veikindaleyfi vegna slyss sem hann lenti í á sama tíma og nýr forstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, tók við. „Það fara skrítnir hlutir að gerast áður en ég mæti til vinnu. Þegar ég mæti þá liggur í loftinu að það eru miklar breytingar fram undan og það er allt í lagi með það,“ segir Björn en hann og Sigrún náðu ekki vel saman. Hann segist hafa verið tilbúinn í viðræður um breytingu á sínu starfi en þess í stað var hann skyldaður í starfsmat um aðra stöðu sem til stóð að búa til. Björn segir að honum hafi verið tjáð að ef hann tæki ekki þátt í því væri litið á það sem svo að hann hefði sagt upp. Síðan hafi Umhverfisstofnun notað umrætt mat sem ástæðu til að leggja starf hans sem upplýsingafulltrúi niður og segja honum upp. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Áfrýjunin mikil vonbrigði „Með þessu þá liggur fyrir, samkvæmt héraðsdómi, að með kolólöglegum hætti hafi þau bolað mér burt úr starfi. Ég hefði talið að þegar þessi langa raunar saga, þegar henni líkur fyrir héraðsdómi og forstjóri Umhverfisstofnunar augljóslega með allt niður um sig í ákvörðunartöku, þá hefði ég talið að það væri kannski nóg komið,“ segir Björn. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur nú áfrýjað dómi héraðsdóms en Björn segist ekki vera hræddur. Það séu þó vonbrigði að stofnunin skuli ekki átta sig á því að brotið hafi verið á rétti Björns. Hann spyr hversu lengi ríkið geti „pönkast lengi og illa á einstaklingum með lögbrotum og ömurlegri framkomu.“ Hann sé þó viss um að dómsniðurstaðan breytist ekki. „Það eru mikil vonbrigði að forstjóri Umhverfisstofnunar hafi misst af því tækifæri að taka sér tak og horfast í augu við gjörðir sínar. Þannig í þessu ljósi þá eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Björn. Almannafé í vitleysu Björn segist ekki hafa viljað lúffað og látið sig hverfa með skottið á milli lappanna. Hann þekki sinn rétt og hefur hlotið stuðning frá stéttarfélaginu. „Skyldur og réttindi opinberra starfsmanna eru vel vernduð með lögum og henni mátti kannski ljóst vera, henni Sigrúnu Ágústsdóttur, að þessi stjórnsýsla, þessi ólíðandi brotlega stjórnsýsla, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, að hún hefði einhverjar afleiðingar. Nú er búið að dæma þær afleiðingar,“ segir Björn. Hann spyr hvort það sé rétt að eyða almannafé í „svona vitleysu“, eins og hann kallar málið. Þetta sé enn annar kafli í ofbeldissögu ríkisstofnanna gegn einstaklingum. „Viljum við að fé okkar sé eytt með þessum hætti. Eða kann að vera að forstjóri Umhverfisstofnunar sé að kaupa sér dálítinn frið í starfi á meðan málið er fyrir dómsstólum?,“ segir Björn.
Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41
Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent