Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Olivier Jankovec er forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla. Raul Urbina/Getty Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira