Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Olivier Jankovec er forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla. Raul Urbina/Getty Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira