Senda dróna, fallbyssur og eldflaugar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2022 13:47 Úkraínskir hermenn í Donetsk. Úkraínumenn segja mikla þörf á fleiri skrið- og bryndrekum. AP/Nariman El-Mofty Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, opinberaði í morgun að Bretar ætli að senda mikið magn vopna til Úkraínu á komandi vikum. Þar á meðal skotfæri, dróna, fallbyssur og eldflaugar til að granda skriðdrekum. Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20
Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55