Leigubílstjórinn keyrði Neuer og vin hans af æfingasvæði Bayern og að íbúðarhúsnæði í Lehel hverfinu í München. Leiðin var stutt, en þegar hann skilaði þeim félögum af sér hélt hann vinnudegi sínum áfram.
Þegar bílstjórinn var að taka til í bílnum eftir vinnudaginn tók hann hins vegar eftir því að Neuer hafði gleymt veskinu sínu í bílnum. Í veskinu voru kort með nafni og heimilisfani markvarðarins, ásamt um það bil 800 evrum í seðlum, en það samsvarar rúmlega 110 þúsund krónum.
Bilstjórinn segist þá hafa keyrt um 120 kílómetra til að skila veskinu og að hann hafi eytt um 400 evrum í ferðalagið. Hann kom veskinu loks í hendur réttra aðila og hélt heim á leið.
Hann segist þó hafa orðið ansi vonsvikinn þegar honum barst pakki í pósti sem innihélt eina Bayern München treyju. Með treyjunni fylgdu engin skilaboð og bílstjórinn sakar Neuer um nísku.
„Fundarlaunin eru grín,“ sagði maðurinn í samtali við Sky Germany. „Ég á fjögur börn. Ég hef ekkert að gera með þessa treyju.“
A taxi driver who drove 120KM to give Manuel Neuer his lost wallet back is disappointed after Neuer gave him a single jersey in return. pic.twitter.com/YpRpqMfzF4
— Footy Accumulators (@FootyAccums) July 21, 2022