Vara við óþarfa ferðum um Krýsuvíkurbjarg í skjálftahrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 10:39 Veðurstofan varar við óþarfa ferðum um bjargbrún Krýsuvíkurbjargs þegar jarðhræringar eru. Myndin er ekki af Krýsuvíkurbjargi. Vísir/Vilhelm Stórar sprungur eru í Krýsuvíkurbjargi vegna stöðugrar hreyfingar sem bjargið er á. Sprungurnar hafa dýpkað talsvert undanfarin ár vegna jarðskjálftahrina. Fólk er varað við því að fara út á bjargbrúnina, sérstaklega þegar jarðskjálftahrinur ganga yfir. „Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21
Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42
Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31