Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Ég keppti í fyrra og það gerði rosa mikið fyrir mig og mitt sjálfstraust.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Að æfingin skapar meistarann svo sannarlega og að hafa meiri trú á mér.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Oftast er það kringla og hleðsla.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Ég elska gott sushi.

Hvað ertu að hlusta á?
Freaky Deaky með Doja Cat.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Sister sister eftir Sue Fortin.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Fyrirmyndin mín var og er amma mín sem ég missti fyrr á árinu.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Rainn Wilson klárlega.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Erfitt að hugsa akkúrat eitt en örugglega að veifa einhverjum sem ég hélt að ég þekkti en svo var ekki raunin.
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stolt af því hvað ég er með sterka réttlætiskennd og reyni mitt allra besta að vera góð manneskja alltaf.
Hver er þinn helsti ótti?
Að missa einhvern sem mig þykir vænt um.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Vonandi að vinna við það sem ég stefni á að læra, eitthvað tengt afbrotafræði.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
My way - Frank Sinatra.