Fótbolti

Ungur Víkingur til liðs við Benfica

Hjörvar Ólafsson skrifar
FYhIxdKXEAIbV5L

Stígur Diljan Þórðarson, ungur og efnilegur fótboltamaður Víkings, er á leið til portúgalska félagsins Benfica.  

Það er umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon sem greinir frá þessu á twitter-síðu sinni í dag. 

Stígur Diljan fór til reynslu hjá Benfica í nóvember síðastiðnum en þá æfði hann einnig með danska liðinu Midtjylland. 

Þessi félög auk annarra erlendra félaga hafa sýnt þessum 16 ára leikmanni áhuga. Nú er ljóst að Benfica hefur tryggt sér krafta hans. 

Fyrr í sumar spilaði Stígur Diljan sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk Víkings en hann kom inná í sigri liðsins gegn Keflavík í Bestu deildinni í lok apríl. Undir lok maímánaðar lék Stígur Diljan svo í bikarsigri Víkings gegn Haukum. 

Þá hefur hann leikið þrjá leiki fyrir U-16 ára landslið Íslands og skorað í þeim leikjum eitt mark. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×