Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Áhuginn kviknaði þegar ég keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2016. Ég hef keppt í nokkrum fegurðarsamkeppnum bæði hér á landi og erlendis en Miss Universe Iceland er einstaklega vönduð og vel rekin.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Ég hef lært það að treysta sjálfri mér og mínum skoðunum.

Hvað borðar þú í morgunmat?
Grískt jógúrt með múslí og bláberjum.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Líbanskur matur, hvítlauks kjúklingakebab, hummus og salat.
Hvað ertu að hlusta á?
Stormzy og Giveon.
Hver er uppáhalds bókin þín?
101 Essays That Will Change the Way You Think eftir Briönnu Wiest.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Foreldrar mínir.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Molly-Mae, hitti hana á fegurðarsamkeppni í Bretlandi.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég varð að flýja dúfurnar á Shake Shack í Covent Garden í London, ég gerði þau mistök að gefa einni þeirra franska kartöflu og þær fjölfugluðu á borð hjá mér.
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stolt af því hvað ég er sjálfstæð og lausnamiðuð, ég er ekki hrædd við óvissuna.
Hver er þinn helsti ótti?
Dúfurnar í London.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Ég lifi fyrir líðandi stund en set mér alltaf markmið. Eftir fimm ár er ég að ljúka við mastersnám í lögfræði.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Ég er heldur laglaus og yfirleitt beðið um að ég syngi í hljóði en Wannabe með Spice Girls er alltaf fyrir valinu.