Íþróttamenn 68 sinnum líklegri til að hljóta heilaskaða Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Fyrrum NFL-leikmaðurinn Junior Seau svipti sig lífi árið 2012 með því að skjóta sig í bringuna. Hann hlífði höfðinu viljandi til að hægt væri að rannsaka það. Í ljós kom að hann var með CTE. George Gojkovich/Getty Images Ný rannsókn alþjóðlegra sérfræðinga er sögð hafa fært fram óyggjandi sannanir fyrir tengslum milli ítrekaðra höfuðhögga í íþróttum og heilasjúkdómsins CTE (chronic traumatic encephalopathy). Íþróttasambönd eru hvött til þess að taka mark á rannsókninni. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum. NFL Rugby Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum.
NFL Rugby Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira