Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 14:00 Eyjólfur hefur kallað þingmenn Norðvesturkjördæmis og matvælaráðherra á fund vegna stöðvunar strandveiða. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. „Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“ Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“
Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48