Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Það sem vakti minn áhuga á þessari keppni er að hún snýst alls ekki bara um fegurð. Hún hjálpar manni að fá meira sjálfstraust og líða vel með sjálfan sig. Einnig lærir maður svo sjúklega mikið af því að fara í þessa keppni.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Ég er búin að læra helling af þessari keppni. Til dæmis að vera ófeiminn við að stíga fram og tala fyrir framan fólk og líða vel með sjálfan sig.

Hvað borðar þú í morgunmat?
Það sem ég fæ mér í morgunmat er vanalega hafragrautur með eplum og kanil eða ristað brauð með því áleggi sem er til í ísskápnum heima.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Uppáhaldsmaturinn minn er klárlega sushi eða meat and cheese á Dominos.
Hvað ertu að hlusta á?
Ég hlusta mest á Abba eða mjög sorglega tónlist.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Uppáhalds bókin mín er Nótt sem er Nóbelsverðlaunabók um seinni heimsstyrjöldina.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Mínar helstu fyrirmyndir eru klárlega báðir afa mínir sem hafa alltaf hvatt mig til að fylgja draumunum mínum og eru alltaf til staðar fyrir mig.
Svo auðvitað frænka mín hún Katrín Björk sem sýnir mér á hverjum degi hversu sterk og dugleg hún er og vil ég vera í framtíðinni með sama hugarfar og hún.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Úff í raun ekkert eitthvað ákveðið atvik sem er neyðarlegast.
Hverju ertu stoltust af?
Ég hugsa að ég sé stoltust af því að fylgja alltaf draumunum mínum sama hvað öðrum finnst um mig.
Hver er þinn helsti ótti?
Minn helsti ótti er að missa mína nánustu fjölskyldumeðlimi og svo auðvitað köngulær og kanínur.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Eftir fimm ár verð ég vonandi komin í læknisfræðina og er að standa mig vel í því sem ég geri og auðvitað vera hamingjusöm.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Mitt go to lag er alltaf I want it that way og When I was your man.