Körfuboltakappinn Slava Medvedenko vann á sínum tíma tvo meistaratitla með Lakers.
Hann var í 2001 og 2002 meistaraliðum Lakers með þeim Kobe Bryant og Shaquille O'Neal.
Fyrir titlana fékk hann meistarahring eins og allir aðrir sem tóku þátt í viðkomandi tímabilum.
Former Laker Slava Medvedenko auctions his NBA title rings to raise money for his native Ukraine.https://t.co/5vSrNLrDDl
— AP Sports (@AP_Sports) July 25, 2022
Hinn 43 ára gamli Medvedenko er tilbúinn að fórna þessum körfuboltafjársjóði sínum fyrir samtökin sín Fly High.
Markmið samtakanna er styðja á bak við úkraínsk börn með því að bæta aðgengi þeirra að íþróttahúsum í skólum sínum.
„Við viljum endurbyggja íþróttasali því rússneski herinn hefur sprengt upp meira en hundrað skóla,“ sagði Slava Medvedenko.
Slava Medvedenko was a power forward on the Lakers championship teams in 2001 and 02, playing alongside Kobe Bryant and Shaquille O Neal. https://t.co/bh9ZIGazwj
— FOX 11 Los Angeles (@FOXLA) July 25, 2022
„Okkar þjóð þarf á miklum peningi að halda til að laga þessa skóla. Það má búast við því að íþróttasalir skólanna verði síðastir á blaði þar. Það eru vetrarhörkur í Úkraínu og krakkar þurfa tækifæri til að leika sér innanhúss,“ sagði Medvedenko.
Uppboðið á hringunum stendur til 5. ágúst næstkomandi og er á vegum SCP Auctions. Það er búist við að báðir hringarnir munu seljast fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara eða meira en fjórtán milljónir króna.